spot_img
HomeFréttirUnnur Tara kölluð inní landsliðshópinn eftir ellefu ára fjarveru

Unnur Tara kölluð inní landsliðshópinn eftir ellefu ára fjarveru

Ívar Ásgrímsson, þjálfari landsliðs kvenna, og aðstoðarþjálfari hans Hildur Sigurðardóttir, hafa ákveðið að bæta við einum leikmanni í æfingahópinn sinn og skipar hann því 15 leikmenn fyrir leikina tvo í nóvember, þann 17. nóv. og 21. nóv. hér heima í Höllinni.

Unnur Tara Jónsdóttir frá KR var boðuð til æfinga en hún á að baki þrjá landsleiki með A-liði kvenna. Þessa þrjá landsleiki lék hún árið 2007 og því ellefu ár síðan hún lék síðast landsleik.

Landsliðshópurinn er því þannig skipaður:

Leikmaður Félag Staða Hæð F. ár Landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir Snæfell F 177 1992 19
Birna Valgerður Benýsdóttir Keflavík M 185 2000 7
Briet Sif Hinriksdóttir Stjarnan B 174 1996 0
Embla Kristínardóttir Keflavík B 170 1995 14
Guðbjörg Sverrisdóttir Valur B 180 1992 16
Gunnhildur Gunnarsdóttir Snæfell F 176 1990 27
Hallveig Jónsdóttir Valur B 180 1995 12
Helena Sverrisdóttir VBW CEKK Cegléd F 184 1988 68
Hildur Björg Kjartansdóttir Celta de Vigo F 188 1994 23
Ragnheiður Benónísdóttir Stjarnan M 188 1994 4
Sigrún Björg Ólafsdóttir Haukar B 174 2001 0
Sigrún Sjöfn Ámundardóttir Skallagrímur F 181 1988 51
Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik B 175 1995 4
Unnur Tara Jónsdóttir KR F 178 1989 3
Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar B 173 1997 8

 

Þjálfari: Ívar Ásgrímsson · Aðstoðarþjálfari: Hildur Sigurðardóttir
Styrktarþjálfarar: Arnar Sigurjónsson og Bjarki Rúnar Sigurðsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir

Fréttir
- Auglýsing -