09:31
{mosimage}
(Árni Þór Jónsson var funheitur fyrir utan þriggja stiga línuna í gærkvöldi)
Körfuboltaverktíðin hófst formlega í gær þegar 1. deildin byrjaði með hörkuslag Fjölnis og Ármann. Fjölnir spilaði í úrvalsdeild í fyrra og Ármann spilaði í úrslitakeppni 1. deildarinnar svo um eginlegan toppslag var að ræða. Það er óhætt að fullyrða að leiktíðin fór af stað af krafti því bæði lið spiluðu hraðan bolta í gær og var sóknarleikurinn í fyrirrúmi. Ungt lið Fjölnis var mjög sprækt í gærkvöldi og höfðu þeir frumkvæðið allan leikinn. Fjölnismenn náðu mest 21 stigs forskoti strax í öðrum leikhluta og var í raun aldrei snúið aftur. Það sakaði ekki að skyttur Fjölnismanna voru sjóðandi heitir og segja má að þar hafi sigurinn unnist. Stigahæstur hjá Fjölni var Árni Þór Jónsson með heil 30 stig en næstir voru Sindri Karlsson með 19 stig og Ægir Steinarsson með 15. Hjá Ármann var Scooter Sherill Stigahæstur með 36 stig en næstir voru Sæmundur Oddson með 16 og Níels Dungal með 11 stig
Ármann byrjaði leikinn betur og hlupu völlinn hratt. Þegar um það bil þrjár mínútur voru liðnar af leiknum höfðu gestirnir náð 5 stiga forskoti, 2-7. Fjölnismenn mættu þó til leiks eftir það og náðu forskotinu nokkrum mínútum síðar. Þeir skoruðu 14 stig gegn næstu 2 stigum gestana en þeir voru að spila fínan varnarleik. Ármenningar voru hins vegar meira að gera sjálfum sér lífið leitt en sóknarleikur þeirra var hálf kaótískur og virtiust þeir treysta á hreina tilviljun. Fjölnismenn pressuðu stíft alveg upp allan völlinn og uppskáru eins og þeir sáðu en þegar um mínúta var eftir náðu þeir 7 stiga áhlaupi og var því munurinn kominn up í 13 stig, 26-13, sem reyndust vera lokatölur leikhlutans.
Fjölnismenn héldu uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og höfðu 21 stigs forskot, 43-22, þegar um það bil fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Fjölnismenn voru að nýta öll þau tækifæri sem fengust í sóknarleiknum á meðan gestirnir virtust hafa meiri áhuga á að brjóta heldur en að minnka muninn. Þegar það leið á leikhlutan breittust hlutirnir þó fljótt og Ármann fór að spila fínan sóknarbolta á köflum. Þeir minnkuðu muninn smám saman niður og höfðu náð honum aftur niður í þrettán stig þegar um það bil 2 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Sá munur hélst þangað til að flautað var til hálfleiks í stöðunni 56-42, Fjölnismönnum í vil.
Stigahæstir í hálfleik hjá heimamönnum var Sindri Karlsson með 10 stig en næstir voru Árni Þór Jónsson og Tryggvi Pálsson með 9 stig hvor. Hjá Ármanni var það Scooter Sherrill með 13 stig en næstir voru Níels Dungal með 9 sitg og Steinar Kaldal með 8 stig.
Fjölnismönnum tókst að auka við forskot sitt á nýjan leik í upphafi þrijða leikhluta þrátt fyrir að vera ekki að spila jafn agaðan sóknarleik og fyrr. Þeir náðu muninum mest upp í 19 stig en þá komu gestirnir til baka og náðu að binda saman vörnina. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leilkhlutanum var munurinn kominn niður í 13 stig aftur en þá tók Bárður Eyþórsson leikhlé. Liðin skiptust á að skora eftir það en leikurinn spilaðist mjög hratt og því mikið um mistök í leiknum. Fjölnismenn virtust þó vera orðnir eitthvað þreyttir í skothöndinni því skotin sem þeir voru að nýta í fyrri hálfleik voru ekki að fara ofaní. Gestirnir virtust detta í gírinn þegar leið á leikhlutan og þegar ein mínúta var eftir af honum var munurinn kominn niður í aðeins 8 stig, 72-64, en munurinn hafði ekki verið svona lítill síðan í byrjun fyrsta leikhluta. Munurinn var því aðeins 7 stig þegar þriðja leikhluta lauk og leikurinn orðinn spennandi, 75-68.
Fjölnismenn voru hins vegar ekki á þeim buxunum að gera þennan leik eitthvað spennandi og var munurinn kominn aftur upp í 12 stig þegar tvær mínútur voru liðnar af fjóra leikhluta, 82-70. Ægir Steinarsson kórónaði svo fínan leik sinn í kvöld með því að stela tveimur boltum í röð og koma Fjölnismönnum í 16 stiga forskot þegar tæplega 7 mínútur lifðu af leiknum. Næstu mínútuna kom glæsileg þriggja stiga skotsýning hjá báðum liðum en 5 þriggja stiga skot sungu í netinu. Fjölnismenn höfðu klárlega yfirhöndina á þessum lokamínútum og þeir höfðu náð forskotinu upp í 19 stig aftur þegar um það bil fjórar mónutur voru eftir af leiknu, 100-81. Það var því aldrei spurning hvor megin sigurinn færi eftir það og höfðu heimamenn á endanum 16 stiga sigur, 119-103.
Umfjöllun Gísli Ólafsson
Mynd [email protected]