spot_img
HomeFréttirUndirskriftir í Njarðvík: Magnús skrifar undir

Undirskriftir í Njarðvík: Magnús skrifar undir

22:55

{mosimage}
(Sævar, Hjörtur, Magnús og Jón Júlíus form. Kkd. Umfn)

Þrír leikmenn skrifuðu undir samning við Njarðvík í kvöld en þeir Sævar Sævarsson, Hjörtur Einarsson og Magnús Gunnarsson settu nafn sitt á samning. Sævar kemur frá Breiðablik, Hjörtur er að framlengja samning sinn við félagið og Magnús kemur frá Keflavík. Frá þessu er greint á vf.is.

,,Mér fannst bara kominn tími á breytingar," sagði Magnús við Víkurfréttir. „Mig hefur líka alltaf langað til að leika með Friðriki Stefánssyni og þar sem hann er ekki að verða yngri með árunum varð maður að slá til."

Magnús er í videóviðtali á VF þar sem hann fer yfir málin.

Sjá einnig:
Sævar Sævarsson á leið í Ljónagryfjuna

[email protected]

Mynd: vf.is

Fréttir
- Auglýsing -