spot_img
HomeFréttirUndirritanir í Njarðvík

Undirritanir í Njarðvík

18:36

{mosimage}

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur gekk í dag frá samningum við tvo nýja liðsmenn, Teit Örlygsson, þjálfara, og Sverri Þór Sverrisson, sem kemur til liðsins frá erkifjendunum í Keflavík, en það er ekki á hverjum degi sem slíkur samgangur er á milli félaganna.

Þá var einnig gengið frá samningum við Friðrik Stefánsson og Jóhann Árna Ólafsson, sem leikið hafa með liðinu um árabil.

Samningar leikmanna eru allir til 1 árs en samningur Teits er til tveggja ára.

Samningarnir voru undirritaðir í höfuðstöðvum Sparisjóðsins í Keflavík, sem er aðalstyrktaraðili deildarinnar.

www.vf.is

Mynd: www.vf.is

 

Fréttir
- Auglýsing -