spot_img
HomeFréttirUndir 20 ára konur lögðu Írland örugglega í Craiova

Undir 20 ára konur lögðu Írland örugglega í Craiova

Undir 20 ára kvennalið Íslands lagði Írland í dag í fyrsta leik sínum í umspili um sæti 5 til 8 á Evrópumótinu í Craiova.

Eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta tók Ísland öll völd á vellinum í öðrum leikhlutanum og hélt forystunni út leikinn. Niðurstaðan að lokum var 12 stiga sigur, 67-79.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 32 stig og 5 fráköst. Þá skilaði Agnes María Svansdóttir 18 stigum og 5 fráköstum.

Ísland mun því leika lokaleik sinn á mótinu á morgun upp á 5. sæti mótsins gegn sigurvegara viðureignar Rúmeníu og Noregs.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -