spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára stúlknalið Íslands í 7. sæti Evrópumótsins í Sófíu eftir...

Undir 18 ára stúlknalið Íslands í 7. sæti Evrópumótsins í Sófíu eftir öruggan sigur gegn heimastúlkum

Ísland mætti Búlgaríu í leik um 7. sætið núna í morgunsárið. Greinarhöfundur þurfti að setja þáttinn “Með Afa” á upptöku svo hann næði að mæta á réttum tíma í stúkuna.

Það var ljóst á fyrstu mínútu að stelpurnar okkar ætluðu sér sigur í lokaleik mótsins. Krafturinn var mikill, sóknin virkaði mjög vel og allar tilbúnar að gefa aukasendinguna sem gaf þeim betra skot. Staðan í hálfleik var 41 – 45 okkar stelpum í vil.

Í seinni hálfleik skelltu okkar stelpur hins vegar í lás í vörninni. Það gekk illa fyrir þær búlgörsku að sjá körfuna. Sóknin hélt áfram að tikka og sigu okkar stelpur fram úr jafnt og þétt. Þær voru að fá stig úr öllum áttum og allar ákveðnar í að landa þessum sigri. Okkar stelpur náðu mest 26 stiga forskoti í leiknum og það var augljóst að þjálfarateymi Búlgaríu gafst upp snemma í 4. leikhluta, tóku engin leikhlé og höfðu engin svör við frábærum leik okkar stúlkna.

Atkvæðamestar í liði Íslands voru: Heiður 17 stig og 6 fráköst, Hildur 17 stig og 5 stoðsendingar, Sara 14 stig og 15 fráköst, Anna María 14 stig og 10 stoðsendingar, Emma 9 stig og 7 stoðsendingra og Helga 8 stig. 

Lokatölur í leiknum voru 86 – 69 Íslandi í vil. Þar með tryggðu þær sér 7. sætið í mótinu sem er næst besti árangur íslensks U18 kvennaliðs frá upphafi. Frábæru móti hjá stelpunum okkkar er því lokið og þær fara stoltar heim.  

Tölfræði leiks

Umfjöllun, viðtöl / Hákon Hjartar

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -