Undir 18 ára lið stúlkna tapaði fyrsta leik sínum á norðurlandamótinu í Kisakallio fyrir heimastúlkum í Finnlandi, 60-79. Leikurinn sá fyrsti hjá íslenska liðinu, sem á morgun leikur gegn Noregi.
Gangur leiks
Það voru heimastúlkur í Finnlandi sem að hófu leik dagsins mun betur. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þær með 10 stigum, 15-25. Undir lok hálfleiksins ná þær svo að bæt aðeins við forystu sína, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 30-42.
Seinni hálfleikinn náðu íslensku stelpurnar svo aldrei að gera spennandi. Eftir þrjá leikhluta leiddu heimastúlkur, 50-65. Þegar að leikurinn loks endaði var 19 stiga sigur Finnlands að staðreynd, 60-79.
Kjarninn
Leikurinn í dag ekki nógu góður fyrir Ísland. Ljóst að liðið á mikið inni og mun að öllu eðlilegu koma til baka í leik morgundagsins gegn Noregi. Margir lykilmanna liðsins annaðhvort í villuvandræðum, eða hreinlega ekki mættir í dag. Góðu fréttirnar þær að þetta var fyrsti leikur mótsins og liðið hefur nú vikuna til að vinna sig til baka.
Tölfræðin lýgur ekki
Finnland var með 19 tapaða bolt í leik dagsins gegn 37 töpuðum hjá Íslandi.
Leikmenn leiksins
Bæði voru Þóranna Kika Hodge-Carr og Birna Benónýsdóttir ágætar í dag fyrir Ísland. Þóranna með 11 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta, en Birna 15 stig og 4 stoðsendingar.
Viðtöl: