spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára drengir lögðu Makedóníu örugglega í lokaleik riðlakeppni Evrópumótsins

Undir 18 ára drengir lögðu Makedóníu örugglega í lokaleik riðlakeppni Evrópumótsins

Undir 18 ára lið Íslands lagði Makedóníu í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Matosinhos, 92-59.

Ísland endar riðlakeppnina því með tvo sigra og tvö töp, en þeir lögðu Noreg, en töpuðu fyrir Bretlandi og Austurríki.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Hilmir Arnarson með 19 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar og Friðrik Leó Curtis bætti við 11 stigum og 14 fráköstum.

Ísland endaði því í 3. sæti A riðils, fyrir neðan Bretland og Austurríki, en aðeins tvö efstu liðin fara áfram í 8 liða úrslitin.

Á morgun er hvíldardagur hjá liðum á mótinu, en næst mun Ísland leika um sæti 9-16, þar sem fyrsti leikur er á föstudag gegn annaðhvort Slóvakíu eða Ungverjalandi.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Gunnar Jónatans)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -