spot_img
HomeFréttirUndir 16 ára stúlkur skrefi nær 8 liða úrslitum eftir sigur gegn...

Undir 16 ára stúlkur skrefi nær 8 liða úrslitum eftir sigur gegn Hollandi

Undir 16 ára stúlkur lögðu Holland í dag á Evrópumótinu í Podgorica. Liðið hefur því unnið tvo leiki og tapað einum þegar einn leikur er eftir að riðlakeppni mótsins.

Líkt og lokatölur gefa til kynna var leikur dagsins nokkur einstefna fyrir Ísland. Þær leiða með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta og 16 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik. Slökuðu svo lítið sem ekkert á í seinni hálfleiknum og uppskera að lokum gífurlega öruggan 26 stiga sigur, 37-63.

Atkvæðamestar fyrir Ísland í leiknum voru Jóhanna Ágústsdóttir með 13 stig, 2 fráköst, 5 stolna bolta og Kolbrún Ármannsdóttir með 11 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar.

Lokaleikur þeirra í riðlakeppni mótsins er á dagskrá á morgun þriðjudag 15. ágúst gegn Danmörku kl. 14:00.

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -