spot_img
HomeFréttirUndir 16 ára stúlkur lögðu Sviss nokkuð örugglega á Evrópumótinu í Svartfjallalandi

Undir 16 ára stúlkur lögðu Sviss nokkuð örugglega á Evrópumótinu í Svartfjallalandi

Undir 16 ára stúlknalið Íslands lagði Sviss í dag í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Svartfjallalandi, 54-68.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag voru Anna Margrét Hermannsdóttir með 7 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og stolinn bolta, en hún var með 100% skotnýtingu í leiknum, Ísold Sævarsdóttir með 12 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og Erna Snorradóttir með 14 stig.

Liðið hefur því unnið einn og tapað einum það sem af er móti, en næst leika þær kl. 14:30 á morgun gegn Úkraínu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -