spot_img
HomeFréttirUndir 16 ára drengir lutu í lægra haldi gegn Lúxemborg

Undir 16 ára drengir lutu í lægra haldi gegn Lúxemborg

Undir 16 ára drengjalið Íslands mátti þola tap í dag gegn Lúxemborg í umspili um sæti 13 til 16 á Evrópumótinu í Pitesti.

Lúxemborg leiddi allan leikinn í dag, þar sem munurinn í hálfleik var 13 stig og fyrir lokaleikhlutann 14 stig. Íslenska liðið nær ekki að hlaða í áhlaup á lokamínútunum og fer svo að lokum að Lúxemborg sigrar með 17 stigum, 71-88.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Haukur Pétursson með 8 stig og 13 fráköst. Þá skilaði Guðlaugur Davíðsson 11 stigum, 8 fráköstum og Atli Hjartarson var með 8 stig og 4 fráköst.

Lokaleikur Íslands á mótinu verður því upp á 15. til 16. sætið gegn Úkraínu kl. 08:00 í fyrramálið.

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -