spot_img
HomeFréttirUndir 16 ára drengir í 15. sæti á Evrópumótinu í Pitesti -...

Undir 16 ára drengir í 15. sæti á Evrópumótinu í Pitesti – Enduðu á öruggum sigri gegn Úkraínu

Undir 16 ára drengjalið Íslands lagði Úkraínu í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Pitesti. Liðið endar því í 15. sætinu, en í heild unnu þeir þrjá leiki og töpuðu fjórum á mótinu.

Íslenska liðið leiddi í leik dagsins allt frá fyrstu mínútum og lét forystuna aldrei af hendi í seinni hálfleiknum. Mestur var munurinn 16 stig undir lok þriðja fjórðungs, en að lokum unnu þeir leikinn með 11 stigum, 83-72.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Guðlaugur Davíðsson með 20 stig, 9 fráköst, en honum næstur var Kristófer Björgvinsson með 12 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum:

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -