spot_img
HomeFréttirUndanúrslitin hefjast í kvöld á Ítalíu

Undanúrslitin hefjast í kvöld á Ítalíu

16:15
{mosimage}

(Jón og félagar í Benetton verða í beinni á Sky Sports 2 annað kvöld)

Í kvöld hefjast undanúrslitin í ítölsku úrvalsdeildinni með viðureign Armani Jeans Milano og Angelico Biella. Jón Arnór Stefánsson og félagar í Benetton Treviso mæta toppliði Montepaschi Siena sem rúllaði upp deildarkeppninni en rimma Benetton og Siena hefst á laugardag.

Eins og gefur að skilja hefur Siena heimaleikjaréttinn gegn Benetton og því byrja Jón og félagar á útivelli á laugardag en leikurinn hefst kl. 20:30 að staðartíma eða kl. 18:30 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á Sky Sport 2. Það eru svo Milanomenn sem eiga heimaleikjaréttinn gegn Biella en Biella komu nokkuð á óvart á dögunum þegar þeir slógu út gamla lið Jóns Arnórs, Lottomatica Roma, en Roma hafnaði í 2. sæti í deildarkeppninni. Það verður því lítið úr ósk Jóns Arnórs um að mæta sínum gömlu félögum í Roma þessa leiktíðina.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -