spot_img
HomeFréttirUndanúrslitin hefjast í dag

Undanúrslitin hefjast í dag

12:00
{mosimage}

 

(Grikkir burstuðu Nýsjálendinga í gær)

 

Átta liða úrslitin í forkeppninni fyrir Ólympíuleikana hófust í gær þar sem Króatía, Þýskaland, Púertó Ríkó og Grikkir tryggðu sig inn í undanúrslitin. Undanúrslitin hefjast í dag þar sem annarsvegar Þýskaland og Króatía mætast og hinsvegar Púertó Ríkó og Grikkland mætast. Þrjár af þessum fjórum þjóðum munu komast á Ólympíuleikana í Peking.

 

Króatar fóru nokkuð létt með Kanadamenn í gær, 83-62, þar sem Marko Popovic var stigahæstur í liði Króata með 17 stig. Olu Famutimi var atkvæðamestur hjá Kanada með 14 stig og 9 fráköst.

 

Þjóðverjar sigldu nokkuð létt í gegnum Brasilíumenn með 78-65 sigri þar sem Dirk Nowitzki leikmaður Dallas Mavericks í NBA deildinni gerði 20 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Brasilíu var Tiago Splitter Beims með 16 stig og 6 fráköst.

 

Púertó Ríkó vann Slóvena með 11 stiga mun, 81-70, og gerði Carlos Arroyo 17 stig fyrir Púertó Ríkó og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Slóvenum var Uros Slokar með 16 stig og 7 fráköst.

 

Þá áttu Grikkir ekki í neinum vandræðum með Nýsjálendinga og skelltu þeim 75-48. Vassilis Spanuolis gerði 14 stig í liði Grikkja en Lindsay Tait gerði 9 stig fyrir Nýsjálendinga.

 

[email protected]

Mynd: www.fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -