Betra er seint en aldrei og því endurvörpum við hér leiklýsingu frá viðureign ÍA og Hamars í 1. deild karla sem fram fór síðastliðinn föstudag.
Af heimasíðu ÍA:
Skagamenn tóku á móti Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik föstudaginn 18. nóvember síðastliðinn. Hamarsmenn gengu á lagið og náðu upp góðri forystu og þegar 7 mínútur voru liðnar af leiknum leiddu þeir 9:23 og ljóst að við þyrftum að taka á því til að ná Hvergerðingunum. En það var einhvern veginn þannig að þegar að við náðum þessu niður í 10 stig þá kom góðu kafli á móti frá Hamri og staðan í hálfleik 38:53 fyrir gestina.
Í hálfleik skrifaði Körfuknattleiksfélag Akranes undir samstarfssamning við Skeljung og fengu afhendan fyrsta Orkulykilinn, en samstarfið felur meðal annars í sér að KFA nái sem flestum til að skrá sig fyrir lykli og noti hann t.d. við kaup á elsneyti, olíum eða jafnvel til að fá afslátt af hamborgara á Stöðinni? Við munum kynna þetta samstarf nánar síðar og snúum okkur aftur að leiknum.
Því það var svo í síðari hálfleik sem okkar menn mættu til leik og þriðji leikhluti var jafn til að byrja með en smátt og smátt minkuðum við muninn og í lok þriðja leikhluta var munurinn kominn niður í 11 stig, 67:78 og komin stemmning í húsið en gaman var að sjá hversu margir mættu í Jaðarsbakkana. Það má segja að í fjórða leikhluta hafi okkar menn sýnt stuðningsmönnum okkar, undir dúndrandi taktvissum trommuleik, að við erum með hörku lið og náðum flottum köflum og söxuðum jafnt og þétt á forskot gestanna og þegar tæpar tvær mínútur voru eftir munaði aðeins 4 stigum á liðunum en nær komumst við ekki og Hvergerðingar skoruðu 4 síðustu stig leiksins og lokatölur urðu 91:99.
Eftir leikinn sitjum við í 7. sæti deildarinnar með 4 stig eftir 5 leiki. Næsta verkefni er útileikur gegn FSU á Selfossi en liðið er í 8. Sæti með 2 stig. Um leið og við þökkum góðan stuðning á leiknum gegn Hamri þá kvetjum við sem flesta til að koma og styðja við strákana en leikurinn er föstudaginn 25. nóvember kl. 19:15, á Selfossi eins og áður sagði.
Mynd/ [email protected] – Lárus Jónsson og Hamarsmenn hirtu stigin á Skaganum.
www.ia.is