spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: KR vann góðan sigur í Vesturbænum

Umfjöllun: KR vann góðan sigur í Vesturbænum

17:07

{mosimage}

Það má með sanni segja að gamlir félagar hafi mæst í DHL-húsinu í vesturbænum í kvöld.  Keith Vassel fyrrverandi leikmaður og þjálfari kvennaflokks KR mætti með lærisveina sína hjá Fjölni sem mættu sínum gamla þjálfara Benedikt Guðmundssyni þjálfar KR.  Það fór sem svo að Fjölnir náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Keflavík í seinustu umferð en þeir töpuðu illa í kvöld, 93-67.  Stigahæstur hjá KR var Tyson Patterson með 25 stig og næstur var Pálmi Sigurgeirsson með 16 stig.  Stigahæstur hjá Fjölni var Níels Dungal, fyrrverandi leikmaður KR, með 16 stig. 

Í byrjun leiks mátti búast við hörku leik þar sem Fjölni komu fullir sjálfstrausts eftir sigurleik seinustu umferðar.  KR voru greinilega á þvi að stoppa þá strax í fyrsta leikhluta því þeir spiluðu pressuvörn framarlega á vellinum og náðu strax nokkuð góðu forskoti.  Pálmi Sigurgeirsson var atkvæðamikill í fyrsta leikhluta og skoraði 12 stig, var duglegur að fiska villur og spilaði virkilega vel.  KR sóttu mjög hratt þar sem Tyson Patterson fór fyrir liðinu en hann var gífurlega fljótur að koma boltanum í leik og stjórna sókn KR. Þeir voru komnir í 20-9 eftir aðeins 6 minutur, en Fjölnir skoraði ekki meira en það í fyrsta leikhluta.  KR héldu uppteknum hætti og skoruðu 6 stig til viðbótar.  Fyrsti leikhluti endaði þvi 26-9 fyrir KR.

Annar leikhluti byrjaði jafn illa fyrir Fjölni eins og sá fyrsti hafði verið, liðið fann sig ekki í sóknarleiknum en náði þó aðeins að laga til í vörninni.  Staðan var 36-15 eftir 5 minutur og KR tóku leikhlé.  Eftir það náðu Kr-ingar sér aftur á smá skrið og komast í 42-19 eftir 8 minutur af 2. leikhluta.  Þá náðu Fjölnismenn þó að klóra í bakkan með þvi að stela boltanum 2 sóknir í röð og skora það sem virtist vera þrjár seinustu körfur leikhlutans, en þeir gleymdu sér á lokasekondunum sem Pálmi nýtti sér þegar hann fékk nánast opið skot undir körfunni.  Fyrri hálfleikur endaði þvi 44-25 fyrir KR sem voru svo gott sem komnir með annað stigið í vasan.  Pálmi var stigahæstur eftir fyrri hálfleikinn með 14 stig og Tyson Patterson, leikstjórnarndi KR, kom næstur með 8 stig. Nemanja Sovic var stigahæstur hjá fjölni með 10 stig.

{mosimage}

Fjölnismenn komu mun öruggari inní seinni hálfleik með Níels Dungal í broddi fylkingar, en hann skoraði 8 stig á fyrstu 3 minutunum.  Þarna hélt maður að Fjölnir gætu jafnvel komist aftur inní leikinn því aðeins munaði 13 stigum á liðunum og leikmenn Fjölnis virstu vera að komnir í baráttuskapið.  Kr tóku hins vegar leikhlé strax eftir 3 minutna leik í stöðunni 48-35.  Þeir tóku upp pressuvörnina aftur og uppskáru strax 8 stig í röð sem má segja að hafi gert algjörlega út um leikinn þó maður hafi ekki verið bjartsýnn fyrir hönd Fjölnis upp að þessum punkti.  Það var lítið að gerast í þessum leikhluta en KR-ingar virtust alltaf vera með yfirhöndina í leiknum og eiga auðveldara með að komast að körfunni.  Leikhlutinn endaði á flautukörfu frá Níels Dungal sem lagaði stöðuna aðeins fyrir Fjölni, 75-51.

Þegar fjórði leikhluti byrjaði voru vonir Fjölnismanna úti og þvi ekki mikil spenna í leiknum.  Keith Vassel spilandi þjálfari Fjölnis fékk sína 5. villu þegar 4 minutu eftir lifðu af leiknum sem gerði fjölnismönnum ennþá erfiðara fyrir.  Þeir voru þá farnir að spila á yngir leikmönnum sem og KR-ingar sem bitnaði mjög mikið á gæði leiksinns. Þegar 3 minutur voru eftir af leiknum var aðeins Skarphéðinn Ingason leikmaður KR sem var ekki um og yfir 20. Leikurinn endaði eins og áður hefur komið fram 93-67 og afgerandi sigur KR staðreynd. 

Leikurinn var frekar leiðnlegur áhorfs vegna þess að það vottaði ekki fyrir spennu í leiknum.  Það sem lífgaði kannski hvað mest uppá leikinn undir lokinn var rifrildi milli Nemanja Sovic leikmann fjölnis og Jeremiah Sola hjá KR sem voru greinilega ekki sáttir með hvorn annan.  Dómurnum tókst þó að halda þessu í skefjum. 

{mosimage}

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR sagði aðspurður eftir leikinn að þessi leikur hefði verið eins og hver annar leikur þrátt fyrir að vera að fá sitt gamla lið í heimsókn, hann hefði mætt þeim í reykjavíkurmótinu fyrr í vetur og verið nokkuð bjartsýnn á gott gengi miðað við þá leiki. Hann sagðist hafa lagt upp með það að stoppa Fjölnismenn strax í upphafi leiks til vegna þess að þeir kæmu fullir sjálfstrausts eftir sigur á keflavík í seinustu umferð. Hann var ánægður með það hvernig þeir stjórnuðu leiknum allan tíman og áttu þennan sigur fyllilega skilið.  Aðspurður um Tyson Patterson leikstjórnanda liðsins sem vakti mikla athygli fréttamanns Karfan.is sagðist hann vera mjög ánægður með hann. “þegar Tyson spilar vel spilar liðið vel”. Hann er hjartað í sóknarleiknum okkar segir Benedikt sem sagði þó að Tyson ætti sína góðu og slæmu daga. 


Texti: Gísli Ólafsson
Myndir: Sveinn Einarsson

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -