23:09
{mosimage}
(Tyson Patterson lék vel fyrir KR í kvöld)
KR gerði góða ferð í Sláturhúsið í Keflavík í kvöld er þeir lögðu Keflavík 80-91 og komust þar með upp að hlið Grindavíkur og Njarðvíkur á toppi Iceland Express deildar karla. Staðan í hálfleik var 34-44 KR í vil en Vesturbæingar reyndust sterkari í síðari hálfleik og unnu öruggan sigur á Keflvíkingum. Tyson Patterson gerði 21 stig og tók 10 fráköst hjá KR en Magnús Þór Gunnarsson var stigahæsti maður vallarins með 23 stig og 6 fráköst.
Keflvíkingar hófu leikinn af krafti og var það hinn ungi Sigurður Þorsteinsson sem gerði fyrstu stig leiksins en hann var í byrjunarliði Keflavíkur í kvöld í fjarveru Thomas Soltau sem er frá sökum veikinda. Keflvíkingar komust í 10-0 en Brynjar Björnsson minnkaði muninn í 10-3 með þriggja stiga körfu og skyndilega breyttu KR stöðunni í 14-15 sér í vil með góðum kafla. Þjóðverjinn Peter Heizer kom inn í 1. leikhluta sem skiptimaður og átti fína rispu með KR sem og Skarphéðinn Ingason sem setti þrist í fyrstu snertingu og breytti stöðunni í 20-24 KR í vil. Liðin gengu svo í stöðunni 24-26 fyrir KR inn í annan leikhluta.
Í upphafi annars leikhluta fékk Tyson Patterson sína þriðju villu en á meðan gekk hvorki né rak hjá Keflavík sem gerði sín fyrstu stig af vítalínunni í leikhlutanum þegar um fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Stigið skoraði Sverrir Þór og minnkaði hann þá muninn í 25-39. Sverrir virtist vera sá eini sem reyndi að berja einhverja baráttu í Keflvíkinga sem voru nokkuð líflausir. Undir lok leikhlutans fékk Arnar Freyr sína þriðju villu hjá Keflavík og síðustu körfu leikhlutans gerði Darri Hilmarsson og gengu liðin til leikhlés í stöðunni 34-44 KR í vil.
{mosimage}
Jermaine Williams var líflegur hjá Keflavík í þriðja leikhluta og gerði hverja körfuna á fætur annarri í upphafi leikhlutans en yfirleitt náðu KR-ingar að svara í næstu sókn svo illa gekk hjá Keflavík að saxa á forskotið. Þegar um þrjár mínútur vortu til loka þriðja leikhluta var brotið á Fannari Ólafssyni og skoraði hann úr skotttilrauninni og fékk víti að auki sem hann setti niður og staðan orðin 46-63 fyrir KR. Nokkuð óvenjulegar tölur hjá gestaliði í Sláturhúsinu en KR-ingar léku á als oddi á meðan ekkert gekk upp hjá Keflavík, hvorki í vörn né sókn. Leikhlutanum lauk svo í stöðunni 46-68 fyrir KR þar sem geistirnir gerðu 5 síðustu stig leikhlutans.
Fyrrum leikmaður Keflavíkur, Gunnar Stefánsson, opnaði fjórða leikhlutann með þriggja stiga skoti og breytti stöðunni í 48-69 og eftir það áttu Keflvíkingar ekki afturkvæmt inn í leikinn. Með góðri baráttu tókst Keflvíkingum að minnka muninn í 9 stig, 62-71, en þá stungu KR-ingar aftur af og juku muninn fljótlega aftur upp í 20 stig, 67-87, og björninn unninn. Síðustu mínúturnar fengu minni spámenn að spreyta sig hjá liðunum og þar höfðu þeir keflvísku betur sem náðu að minnka munninn í 11 stig fyrir leikslok, 80-91.
{mosimage}
Eins og áður greinir var Magnús Gunnarsson með 23 stig og Jermaine Williams með 22 stig, 13 fráköst og 6 varin skot. Tyson Patterson gerði 21 stig og tók 10 fráköst hjá KR, minnsti maðurinn á vellinum. Þá gerði Pálmi Sigurgeirsson 19 stig hjá KR. Sanngjarn sigur Vesturbæinga sem höfðu yfirhöndina á flestum sviðum leiksins. Þess má geta að Daninn Thomas Soltau og Jón N. Hafsteinsson léku ekki með Keflavík í kvöld, Jón er enn að glíma við axlarmeiðsli og Soltau er að jafna sig af veikindum. Keflavíkurliðið verður vafalaust mun sterkara þegar þeir koma inn í myndina.
Texti: www.vf.is
Myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
(Gunnar setti einn þrist á gömlu félagana)
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}