spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Keflavík sterkari á lokasprettinum

Umfjöllun: Keflavík sterkari á lokasprettinum

20:17 

{mosimage}

(Soltau treður með tilþrifum)

Viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í úrslitaleik Poweradebikarsins var æsispennandi allt frá upphafi til enda eins og von er vísa þegar þessi stórlið mætast á parketinu. Keflvíkingar fögnuðu sigri í leikslok 76-74 en Njarðvíkingar hefðu getað tryggt sér titilinn en þeir klúðruðu tveimur sniðskotum á lokasekúndum leiksins. Thomas Soltau gerði 25 stig fyrir Keflvíkinga en Brenton Birmingham var með 28 stig í liði Njarðvíkur. 

{mosimage}Jeb Ivey gerði fyrstu stig leiksins og Njarðvíkingar komust fljótt í 17-11 og svo 20-13 með þriggja stiga körfu frá Brenton Birmingham. Þegar um mínútua var til loka fyrsta leikhluta höfðu Njarðvíkingar fyrir 24-23 en Arnar Freyr Jónsson gerði síðustu körfu leikhlutans með þriggja stiga skoti og kom Keflavík í 24-26. 

{mosimage}

Aftur var það Jeb Ivey sem opnaði leikhlutann og kom Njarðvíkingum í 27-26 með þriggja stiga körfu í upphafi annars leikhluta. Sverrir Þór Sverrisson kom með mikla baráttu inn í Keflavíkurliðið að vanda og hélt Kristjáni Sigurðssyni á ís svo hann varð eiginlega aldrei þátttakandi í leiknum hjá Njarðvík. Keflvíkingar nýttu sér meðbyrinn og breyttu stöðunni í 29-37 en þá minnkaði Jeb Ivey enn á ný muninn og nú í 32-37 með þriggja stiga körfu. Njarðvíkingar áttu í kjölfarið fínan lokasprett og náðu að jafna leikinn í 43-43 fyrir hálfleik.

Í upphafi þriðja leikhluta fékk Sverrir Þór Sverrisson sína fjórðu villu þegar dómarar leiksins gáfu honum tæknivíti, líkast til fyrir munnsöfnuð. Við brotthvarf Sverris á tréverkið gengu Njarðvíkingar á lagið og komust í 55-51 en Keflavík jafnaði fljótt leikinn í 57-57. Á lokamínútum leikhlutans fékk Friðrik Stefánsson sína þriðju villu í Njarðvíkurliðinu og var því var um sig. Njarðvíkingar komust í 62-57 en frábær lokasprettur í leikhlutanum hjá Keflavík olli því að liðin gengu jöfn, 65-65, til lokaleikhlutans og spennan í hámarki. 

{mosimage}

Lokaleikhlutinn reyndist liðunum erfiður og illa gekk að skora og voru gæði leiksins nokkuð frá því sem hafði verið fyrstu þrjá leikhlutana. Fyrsta karfa leikhlutans kom þegar 7:40 mín voru til leiksloka en þá komust Njarðvíkingar í 67-65. Guðmundur Jónsson fékk sína fjórðu villu skömmu síðar og Sverrir Þór kominn inn að nýju í lið Keflavíkur eftir um 15 mínútna fjarveru vegna villuvandræða. Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í 67-67 þegar 5:05 mínútur voru til leiksloka en leikhlutinn einkenndist af sterkri vörn, slæmum ákvörðunum og lélegum sóknum hjá báðum liðum.  

Þegar um mínúta var til leiksloka fékk Friðrik Stefánsson sína fimmtu villu og varð frá að víkja og var ekki sáttur við ákvörðun dómaranna. Staðan var 74-70 fyrir Njarðvík en Keflvíkingar náðu með miklu harðfylgi að komast í 74-75 með körfu frá Thomas Soltau þegar 14 sekúndur voru til leiksloka. Í næstu sókn brenndu þeir Brenton Birmingham og Halldór Karlsson af sniðskotum í Njarðvíkurliðinu og Keflvíkingar hirtu frákastið, Njarðvíkingar brutu strax á þeim og Keflvíkingar voru komnir í skotrétt. Vítið fór niður og staðan því 76-74 Keflavík í vil þegar 0:66 sekúndur voru til leiksloka. Það reyndist of lítill tími fyrir Njarðvíkinga til þess að jafna leikinn og Keflvíkingar fögnuðu því sigri. 

Tölfræði leiksins 

Myndir: nonni@karfan.is

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -