22:38
{mosimage}
(Ifeoma Okonwko)
Haukar tóku á móti Gran Canaria frá Spáni í kvöld í EuroCup. Lokatölur leiksins voru 72-92 en á tímabili munaði aðeins 10 stigum. Haukar mættu þessu liði líka í fyrra í Evrópukeppninni og þá töpuðust báðir leikirnir stórt.
Miðað við úrslit leikjanna í fyrra mátti búast við því að gestirnir ynnu stóran sigur. Annað kom á daginn og stóð hið unga Haukalið í spænska liðinu mest allan leikinn.
Spænska liðið byrjaði betur og skoraði fyrstu tvær körfur leiksins áður en Haukar náðu að minnka muninn. Leikur gestanna batnaði þegar leið og hin risavaxna, Eva Montesdeoca sem er 198 sm á hæð, olli Haukum miklum vandræðum inní teig. Þegar leikhlutinn var búinn leiddu Spánverjarnir með 7 stigum, 12-19.
{mosimage}
Í öðrum leikhluta náðu gestirnir að auka muninn og Haukar áttu í smá basli. En leikur þeirra lagaðist um miðjan leikhlutann. Þrátt fyrir það fóru Spánverjarnir með 15 stiga forystu í hálfleik, 33-48.
Í upphafi seinni hálfleik átti sér stað einkennilegt atvik.Eva Montesdeoca sparkaði í Kristrúnu Sigurjónsdóttur sem lá á vellinum. Brást hún illa og við og reyndi að ýta henni en uppskar aðeins brottrekstur ásamt Evu frá ágætum dómara leiksins, Lahdo Sharro. Þar með voru tveir leikmenn farnir í bað og átti Kristrún Sigurjónsdóttir í Haukum það ekki skilið. Þarna var dómarinn of fljótur á sér og spurning hvort leikmennirnir fái leikbann fyrir brottreksturinn.
Þegar leið á leikhlutann náðu Haukar að minnka muninn í 10 stig en nær komust þær ekki og lokatölur voru 72-92.
Spænski þjálfarinn, Miguel López, er einkennilegur en hann eyddi næstum allri sinni orku í að tala við dómarana heldur en að stýra liði sínu. Þetta skilaði honum á endanum tæknivillu eftir nokkuð margar viðvaranir.
{mosimage}
(Þetta var ekki óalgeng sjón á Ásvöllum)
Miðað við frammistöðu Haukaliðsins frá því í fyrra eru þetta gífurlegar framfarir og sýndi liðið á köflum að það getur spilað meðal þeirra bestu. Spænska liðið tefldi fram tveimur sterkur bandarískum leikmönnum sem voru allt í öll hjá sínu liði en Haukar hafa aðeins einn.
Hjá Haukum átti Helena Sverrisdóttir stórleik en hún var með 25 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Sigrún Ámundadóttir átti einnig góðan dag með 15 stig og 8 fráköst. Ifeoma Okonwko skoraði 16 stig og tók 11 fráköst.
Pálína Gunnlaugsdóttir spilaði vel í kvöld og þá sérstaklega í vörninni og olli hún leikreyndum bakvörðum spænska liðsins miklum vandræðum út allan leikinn.
Haukaliðið á ennþá inni Kristrúnu Sigurjónsdóttur og Ifeoma Okonwko en hin síðastnefnda getur miklu betur.
{mosimage}
(Unnur Tara meiddist í leiknum – ekki er vitað hvers alvarlega)
Hjá spánverjunum var Kaayla Monet Chones stigahæst með 23 stig og hún tók einnig 12 fráköst. Næst henni kom Ashley Battle með 16.
myndir: Þórdís Björk og [email protected]
texti: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}