spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Góð byrjun Hauka dugði ekki

Umfjöllun: Góð byrjun Hauka dugði ekki

02:08

{mosimage}
(Tim Ellis var sterkur hjá Keflavík)

Keflavík vann Hauka, 96-80, í 4. umferð Iceland Express-deildar karla á sunnudagskvöld þar sem Thomas Soltau skoraði 26 stig fyrir Keflavík. Hjá Haukum var Kevin Smith einnig með 26 stig.

Það voru Haukar sem voru sterkari fyrstu mínútur leiksins. Roni Leimu kom Haukum yfir með tveimur vítum en Thomas Soltau jafnaði í næstu sókn einnig með tveimur vítaskotum. Þá skoruðu Haukar 4 stig í röð áður en Keflavík minnkaðu muninn í 2 stig með körfu frá Tim Ellis. Keflavík komst fyrst yfir þegar þeir náðu 7-0 kafla og breyttu stöðunni í 17-13. Haukar náðu að minnka muninn og þegar staðan var 20-19 Keflavík í vil kom góður kafli hjá Haukum þar sem þeir skoruðu 7 stig í röð með þriggja-stiga körfu frá Sigurði Einarssyni og tveimur körfum frá Morten Szmiedowicz. Það var Keflavík sem skoraði síðustu körfu leikhlutans en það var Gunnar Einarsson sem gerði það og eftir 1. leikhluta munaði 5 stigum, 27-32.

{mosimage}

Í upphafi 2. leikhluta byrjuðu Haukar vel en þeir skoruðu 3 fyrstu körfur leiksins þar sem Kevin Smith og Vilhjálmur Steinarsson skoruðu og Haukar komnir með 11 stiga forystu, 27-38. Næstu mínútur skiptust liðin á körfum og Keflavík náði aðeins að klóra í bakkann með körfum frá Þresti Jóhannssyni, Thomas Soltau og Tim Ellis. Í stöðunni 35-43 kom góður kafli hjá Keflavík en þeir skoruðu 10 stig í röð og komust í 46-43 en þar voru Arnar Freyr Jónsson og Thomas Soltau að verki. Sævar Haraldsson minnkaðu muninn fyrir Hauka í 1 stig en lokaorð hálfleiksins átti Arnar Freyr sem skoraði þriggja-stiga körfu um leið og flautan gall. Keflavík leiddi með 4 stigum í hálfleik, 49-45.

{mosimage}

Kevin Smith skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiksins og minnkaði muninn í 2 stig. Næstu mínúturnar skoruðu liðin til skiptist en um miðjan leikhlutann þá kom góður kafli hjá Keflavík þegar þeir skoruðu síðustu 14 stig leikhlutans og leiddu með 15 stigum þegar 4. leikhluti hófst, 70-55.

Í 4. leikhluta hélt Keflavík uppteknum hætti og juku muninn sem fór mest í 18 stig. Haukar reyndu að minnka muninn og á lokamínútum leiksins lifnuðu þeir við og fóru að berjast en það kom alltof seint og Keflavík vann sanngjarnan sigur á Haukum.

Keflavík spilaði góða vörn í leiknum að 1. leikhluta undanskildum. Haukar áttu í miklum vandræðum með sterka svæðisvörn Keflvíkinga og eyddu þeir mörgum sekúndum af skotklukku gestanna.

{mosimage}

Hjá Keflavík var Thomas Soltau sterkur í sókninni en hann var stigahæstur heimamanna með 26 stig. Í vörninni unnu menn vel saman og gerðu Haukum mjög erfitt fyrir. Þröstur Jóhannsson kom sterkur af bekknum hjá Keflavík og stóð hann sig vel.

Hjá Haukum byrjuðu Kevin Smith og Morten Szmiedowicz af krafti í sókninni en eins og allt Haukaliðið dró af þeim þegar leið á leikinn. Sigurður Einarsson var skástur Haukamanna í seinni hálfleik.

{mosimage}

Byrjunarlið:
Keflavík
Arnar Freyr Jónsson
Jón Nordal Hafsteinsson
Magnús Þór Gunnarsson
Thomas Soltau
Tim Ellis

Haukar
Sævar Haraldsson
Roni Leimu
Sveinn Ómar Sveinsson
Kristinn Jónasson
Kevin Smith

 Texti og myndir: Stebbi@karfan.is

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -