Vörn Hauka var ekki jafn sterk í upphafi annars leikhluta en leikurinn var mjög hraður og bæði lið skoruðu mikið. Valsstúlkur spiluðu svæðisvörn sem virtist trufla sóknarleik Hauka nokkuð á tímabili. Þegar þrjár og hálf mínúta var liðin af öðrum leikhluta tók Bjarni Magnússon leikhlé fyrir Hauka. Þrátt fyrir góðan varnarleik hjá Val tókst þeim ekki að minnka muninn. Þegar flautað var til hálfleiks munaði 9 stigum á liðunum, 32-41.
Stigahæstar í hálfleik í liði Hauka var Hope Elam og María Lind Sigurðardóttir með 10 stig hvor. Í liði Vals var Melissa Leichlitner stigahæst með 13 stig en næstar voru Kristrún Sigurjónsdóttir með 5 stig og María Ben Erlingsdóttir með 4 stig.
Valur náði að minnka muninn á fyrstu mínútum þriðja leikhluta og þegar rúmlega tvær mínútur voru liðnar höfðu þær náð muninum niður í 4 stig, 39-43. Haukar svöruðu því þó með næstu 4 stigum leiksins og munaði því á liðunum næstu mínútur. Haukar tóku leikhlé þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum og það munaði 8 stigum á liðunum, 45-53. Hallveig Jónsdóttir setti tvo þrista í röð á stuttum kafla og munaði því aðeins 2 stigum á liðunum þegar um það bil tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum, 51-53. Haukar svöruðu því hins vegar og skoruðu 4 stig í röð þangað til Valur minnkaði muninn með seinustu körfu leikhlutans, 53-57.
Haukar mættu virkilega vel stemmdar í fjórða leikhluta og það voru rétt liðnar tvær mínútur þegar munurinn var aftur kominn upp í 10 stig og Haukar virtust eiga auðvelt með að fara framhjá svæðsivörn Vals, 55-65. Haukar áttu annan góðan kafla stuttu seinna og höfðu náð 13 stiga forskoti þegar leikhlutinn var að verða hálfnaður. Ágúst Björgvinsson tók þá leikhlé fyrir Val, 61-74. Valur tók aftur leikhlé þegar það voru 2 mínútur eftir og gerðu heiðarlega tilraun að einu lokaáhlaupi. Þær pressuðu Hauka allan völlinn og brutu mikið. Það var þó og lítið og of seint því Haukar höfðu á endanum 9 stiga sigur, 71-80.
Myndasafn úr leiknum eftir Torfa Magnússon