spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Fjölnismenn líklegir en Grindvíkingar kláruðu dæmið

Umfjöllun: Fjölnismenn líklegir en Grindvíkingar kláruðu dæmið

Fjölnir tók á móti Grindavík í Lengjubikar karla í kvöld, á köflum gerðu Fjölnismenn sig líklega til þess verða fyrsta liðið á leiktíðinni til að leggja Grindavík að velli en svo varð ekki þetta kvöldið, lokatölur 78-83 í Dalhúsum þar sem Giordan Watson gerði 19 stig í liði Grindavíkur og Calvin O´Neal gerði 30 stig í liði Fjölnis.
 
Grindvíkingar voru mun betri aðilinn á báðum endum vallarins í fyrri hálfleik, þökk sé þeim félögum Nathan Walkup og Calvin O´Neal var munurinn ekki meiri en 10 stig í hálfleik. Fjölnir náði í öðrum leikhluta að minnka muninn mest niður í tvö stig en staðan varð þó 38-48 Grindavík í vil í leikhléi þar sem Calvin O´Neal var með 18 stig hjá Fjölni og Giordan Watson 15 hjá Grindavík.
 
Heimamenn í Fjölni mættu grimmir inn í síðari hálfleik og náðu 8-0 áhlaupi og Björgvin Hafþór Ríkharðsson bauð á frábæra vörn, m.a. nokkur ,,fullorðins“ blokk á ferðinni. Fjölnismenn náðu forystunni með góðri baráttu og leiddu 58-57 fyrir fjórða og síðasta leikhluta og unnu því þriðja leikhluta 20-9.
 
Þegar um fimm mínútur voru til leiksloka sveiflaðist meðbyrinn í fang Grindvíkinga þegar Nathan Walkup fékk dæmt á sig tæknivíti, Grindvíkingar skoruðu úr vítunum og aftur eftir innkastið og komust í 67-73. Fjölnismenn voru þó ekki af baki dottnir og voru ansi líklegir en sterkir Grindvíkingar hafa ekki lagt það í vana sinn þetta tímabilið að tapa leikjum og á því varð engin undanteknin í kvöld og lokatölur 78-83.
 
 
Stigaskor:
 
Fjölnir: Calvin O’Neal 30/9 fráköst, Nathan Walkup 20/9 fráköst, Árni Ragnarsson 15/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 9/4 fráköst, Jón Sverrisson 2/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2, Hjalti Vilhjálmsson 0, Gústav Davíðsson 0, Trausti Eiríksson 0, Tómas Daði Bessason 0, Haukur Sverrisson 0.
 
Grindavík: Giordan Watson 19, J’Nathan Bullock 18/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 7/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 4, Þorsteinn Finnbogason 3, Ómar Örn Sævarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.
 
Myndir og umfjöllun – Tomasz Kolodziejski – [email protected] 
Fréttir
- Auglýsing -