spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Fjölnir hafði Val á lokasprettinum

Umfjöllun: Fjölnir hafði Val á lokasprettinum

 Fjölnir rétt sigraði Valsmenn í Dalhúsum í kvöld, 81-77, en Valsmenn jöfnuðu leikinn þegar 1,7 sekúnda var eftir af leiknum en karfan var dæmd af þar sem Curry Collins steig útaf vellinum.  Fjölnismenn misstu Ægir Þór Steinarsson útaf í fyrri háflleik útaf meiðslum en hann fór beint á spítala þegar sjúkraþjálfari liðsins hafði hugað að honum á hliðarlínunni.  Stigahæstu í liði Fjölnis var Nathan Walkup með 24 stig og 11 fráköst en næstir voru Calvin O’Neal með 18 stig og Árni Ragnarsson setti 13 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 6 fráköst.  Hjá Valsmönnum var Darell Hugee með 30 stig og 11 fráköst en næstir voru Igor Tratnik með 13 stig og 11 fráköst og Birgir Pétursson líka með 13 stig og 9 fráköst.
 Fjölnismenn tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks og leiddu með 7 stigum þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar, 11-6.  Valsmenn tóku leikhlé þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður en þá höfðu Fjölnismenn náð 10 stiga forskoti, 20-10, og varnarleikur gestana sýnilega mikið vandamál.  Fjölnismenn náðu enn að auka í forskotið sem náði mest 14 stigum en þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta munaði 12 stigum, 31-19.  

Það var allt annar bragur á gestunum í upphafi annars leikhluta en þeir skoruðu 6 stig gegn fyrstu tveimur stigum Fjölnis.  Þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum tók Örvar Kristjánsson leikhlé fyrir Fjölni.  Munurinn á liðunum var kominn niður í 5 stig þegar leikhlutinn var hálfnaður, 34-29.  Stuttu seinna féll Ægir þór Steinarsson í gólfið og var borinn útaf þar sem sjúkraþjálfari liðsins hlúði að honum þar til farið var með hann á slysadeildina.  Valur hafði komið forskotinu niður í 2 stig stuttu seinna en Fjölnismenn svöruðu með næstu 5 stigum leiksins og munurinn aftur kominn upp í 7 stig, 39-32.  Liðin skiptust á að skora næstu mínútur og þegar flautað var til háflleiks munaði 4 stigum, 44-40.  

Stigahæstur í liði Fjölnis í háflleik var Nathan Walkup með 14 stig og 7 fráköst en næstir voru Calvin O’Neill með 13 stig og Arnþór Guðmundsson með 6 stig.  Hjá Val var Darnell Hugee stigahæstur með 15 stig en næstir voru Ragnar Gylfason með 10 stig og Birgir pétursson með 6 stig og 6 fráköst.  

Valsmenn náðu að minnka muninn niður í 1 stig þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta en þá hrukku Fjölnismenn í gang,50-49.  Um það bil mínútu síðar var munurinn aftur kominn upp í 7 stig, 56-49, og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals tók leikhlé.  Fjölnismenn gáfu ekkert eftir á næstu mínútum, Nathan Walkup var virkilega sterkur fyrir þá og skoraði þegar mest á reyndi.  Þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja munaði 8 stigum á liðunum, 63-55.  Liðin skoruðu 2 stig hvor á þeim mínútum sem lifðu af leikhlutanum og munaði því enn 8 stigum þegar flautað var til loka hans, 65-57.  

Valsmenn byrjuðu fjórða leikhluta betur og höfðu náð forskotinu niður í 3 stig,66-63, þegar Örvar tók leikhlé fyrir Fjölnismenn eftir þrjár mínútur af leik.  Valsmenn skiptu í svæðisvörn og komust svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum í næstu sókn, 66-67.  Fjölnismenn svöruðu í sömu mynt og liðin skiptust á að leiða leikinn.  Þegar þrjár mínútur voru eftir höfðu Valsmenn eins stigs forksot, 71-72 og spennan í húsinu farin að magnast.  Arnþór Guðmundsson setti niður svakalega þrist í næstu sókn og jafnaði leikinn í 74-74 þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.  Þegar ein mínúta var eftir höfðu gestirnir 1 stigs forskot, 76-77.  Skot þeirra geigaði og þeir sendu svo Calvin O’Neill á línuna.  Calvin nýtti bæði skotin og Valsmenn fara í sókn.  Aftur klikka Valsmenn á þriggja stiga skoti og Fjölni fékk í kjölfarið auðvelt sniðskot, 80-77, og 3,5 sekúndur eftir.  Ágúst Björgvinsson tók þá leikhlé og setti upp kerfi fyrir Curry Collins sem setti niður þristinn af baseline en steig útaf og karfan því dæmd af.  Fjölnismenn tóku leikhlé þegar þeir áttu 1,7 sekúndur eftir.  Calvin O’Neill var sendur á línuna með 0.1 sekúndu eftir, setti annað niður og leikurinn var því búinn.  

Myndasafn eftir Fannar Þór Ragnarsson

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -