spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Blikasigur fyrir norðan

Umfjöllun: Blikasigur fyrir norðan

 
Eftir að hafa tapað þrem fyrstu leikjum sínum í deildinni freistaði hið unga lið Þórs að snúa blaðinu við og landa sigri gegn Breiðabliki í gærkvöld. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu leikinn með látum og komust í 0-7 áður en Þórsarar næðu að svara fyrir sig. www.thorsport.is greinir frá.
Blikar voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum og náðu mest 9. stiga forystu í leikhlutanum en Þór náði að koma muninum niður í 5 stig áður en leikhlutanum lauk og af honum loknum var staðan 15-20 þar sem þeir Sindri Davíðsson 5 stig og Þorbergur Ólafsson 4 voru atkvæða mestir Þórs. Slök hitni Þórs í upphafi leikhlutans skóp muninn á liðunum í fyrsta fjórðung.
 
Framan af öðrum fjórðungi var jafnræði með liðunum en svo fór að halla undan fæti hjá Þór og gestirnir juku forystuna. Slök hitni og bráðlæti í sóknarleik Þórs var of mikill og gestirnir komnir með 10 stiga forystu þegar Nebojsa þjálfari Þórs tók leikhlé. Gestirnir náðu mest 11 stiga forystu í leikhlutanum sem þeir unnu 21-26. Slök hitni í upphafi leikhlutans setti stórt strik í reikninginn auk þess sem meiri yfirvegun vantaði í sóknarleikinn. Þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik höfðu gestirnir náð 10 stiga forystu og staðan 36-46. Þá var Helgi Hrafn Halldórsson komin með 4 villur og Stefán komin einnig á hættusvæði í villum. Stefán var þó stigahæstur Þórs í leikhlutanum með 6 stig, Sindri og Þorbergur báðir með 3 stig.
 
Þriðji leikhlutinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða og áður en hann var úti hafði Stefán Karel fengið sína 4. villu. Munurinn á liðunum hélst nokkuð óbreyttur allan fjórðunginn en Blikar náðu þó mest 12 stiga forystu. En í þessum fjórðungi var það Bjarni Konráð Árnason sem lagði skóna á hilluna síðasta vetur en er komin aftur á kreik sem stal algerlega senunni. Bjarni hrökk ærlega í gang og skoraði 13 stig í fjórðungnum og þar af 3 þriggja stiga körfur. Sigmundur Óli átti einnig fína spretti í leikhlutanum og setti niður 4 stig. Breiðablik vann leikhlutann með tveimur stigum 19-21 og þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst höfðu þeir 12 stiga forystu 52-67.
 
Framan af fjórða og síðasta leikhluta má segja að stefnt hafi svo sannarlega í stór sigur gestanna úr Kópavogi því þeir náðu með 20 stiga forystu 61-81. Þá var komið að kafla Baldurs Má Stefánssonar og Sindra Davíðssonar. Með þá fremsta í flokki skoraði Þór 17-8 þar sem Baldur var með 9 stig og Sindri 8 og leikhlutann vann Þór með tveimur stigum 23-22 og lokatölur leiksins urðu 78-89. Bjarni Árna hlaut slæma byltu í fjórðungnum og var studdur hálf vankaður af leikvelli og kom ekki meira við sögu og munaði um minna þar sem hann var orðin ansi heitur í þriðja leikhluta.
 
Þórsliðið átti ágætis spretti í leiknum en slæm hittni á köflum, of margir tapaðir boltar síðari hluta leiksins og bráðlæti í sóknarleiknum var of áberandi. Þá hafði það mikið að segja að gestirnir höfðu mikla yfirburði þegar kom að því að taka fráköst. Þar muna miklu um þegar lið hafa menn eins og Þorstein Gunnlaugsson sem er ill viðráðanlegur í teignum.
 
Blikar voru einfaldlega of sterkir fyrir Þór í þessum leik og því fór sem fór.
Stigahæstir Þórs voru; Bjarni Árnason með 17 og Sindri Davíðsson 16.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -