Norðurlandamót U20 ára landsliða hefst í Finnlandi í kvöld. Ísland mætir Svíþjóð kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 17:00 að íslenskum tíma. Það eru heimamenn í Finnlandi og Danir sem mætast í opnunarleiknum kl. 18 að staðartíma eða kl. 15:00 að íslenskum tíma.
Á heimasíðu KKÍ í dag kemur fram að það skýrist með deginum hvort Finnarnir verði með mótið í beinni textalýsingu eður ei.
Mynd/ Matthías Orri og félagar í U20 ára liðinu mæta Svíum í dag kl. 17.