U18 strákarnir fóru hressilega af stað þar sem Jón Axel átti alley-oop sendingu á Hjálmar sem tróð honum niður með tilþrifum, strax í fyrstu sókn. Svona fór leikurinn af stað og landsliðsstrákarnir mjög sprækir í fyrri hálfleik.
Jón Axel var óstöðvandi í árásum sínum á körfuna og boltinn gekk þar til einhver opnaðist. Jón Axel var stigahæstur í landsliðinu í hálfleik með 9 stig.
Fjölnismenn voru ryðgaðir og mikill sumarbragur á liðinu í fyrri hálfleik.
U18 leiddu 29-42 í hálfleik.
Þetta hins vegar snérist við í síðari hálfleik. Fjölnismenn hresstust við og fóru að sækja inn í teiginn af grimmd þar sem varnarleikur U18 var slakur. Þar skorti alla hjálparvörn og Fjölnismenn nýttu það vel.
U18 töpuðu boltanum ítrekað og hættu að sækja að körfunni en sóknarleikur liðsins í seinni hálfleik einkenndist af langskotum.
Þegar um þrjár mínútur voru eftir var munurinn aðeins 2 stig eða 64-66 og U18 við það að missa leikinn frá sér með kæruleysi og döprum varnarleik.
Einar þjálfari landsliðsins tók leikhlé og til að koma vitinu fyrir sínum mönnum. Strákarnir tóku brugðust við og fóru að passa boltann betur og velja skotin af meiri kostgæfni.
U18 strákarnir uppskáru að lokum 67-71 sigur.
Hjá U18 var Daði Lár stigahæstur með 15 stig og á eftir honum kom Jón Axel með 13.
Hjá Fjölni var Snæfellingurinn Stefán Karel með 18 stig og á eftir honum kom Arnþór Freyr með 15.
Myndir og viðtal: Snorri Örn