U15 landslið karla lenti í öðru sæti á Kaupmannahafnarmótinu í gær eftir tap fyrir Svíum í úrslitaleiknum 65-86. Svíarnir voru einu númeri of stórir fyrir strákana okkar og náðu 8-0 spretti á Íslendinga í fyrsta leikhluta þrátt fyrir jafna byrjun. Svíar náðu þar forystu sem þeir létu aldrei eftir og unnu örugglega.
Frábær árangur hjá strákunum sem verður vafalítið gott veganesti fyrir þá á Norðulandamótið í Solna á næsta ári.
Stigaskor Íslands gegn Svíum bláum:
Hákon Hjálmarsson 14 stig, Davíð Magnússon 10, Nökkvi Már Nökkvason 11, Helgi Guðjónsson 8, Sigmar Jóhann Bjarnason 8, Stefán Ljubicic 8, Gabríel Möller fyrirliði 2, Þorgeir Þorsteinsson 2, Þorbjörn Arnmundsson 2, Egill Agnar Októsson 0, Guðjón Sigurðarson 0, Birkir Björnsson 0.
Mynd: KKÍ