spot_img
HomeFréttirU 20: Naumt tap fyrir Hollandi

U 20: Naumt tap fyrir Hollandi

{mosimage}

(Jóhann Árni Ólafsson) 

U20 ára liðið stóð í Hollandi og leiddi stóran hluta fyrri hálfleiks. Smá einbeitingarleysi í lok annars leikhluta kostaði að Ísland var 3 stigum undir í hálfleik. Allt annað var að sjá leik íslenska liðsins í þessum leik samanborið við opnunarleik mótsisn sem var líka gegn Hollandi. Ísland leiddi 30-22 í byrjun annars leikhluta en var undir 43 – 46 í hálfleik. Eftir þriðja leikhluta var Ísland einungis 2 stigum undir 71 – 73. Breiddin var meiri hjá Hollendingum og náðu þeir að vera með ferskari fætur inná vellinum í lokin og höfðu að lokum 87-98 sigur.  

Sem fyrr var Jóhann stigahæstur með 34, Pavel með 25, Kristján með 17, Alexander með 6 og Vésteinn með 5. Jóhann og Pavel voru með sín 8 fráköstin hvor og Pavel var með 6 stoðsendingar að auki. 

Næsti leikur Íslands hér í Portúgal verður í dag kl. 12:30 á íslenskum tíma og er hann gegn Svíþjóð þar sem leikið verður um 11.-12. sætið í mótinu.

 Frétt af www.kki.is  

Fréttir
- Auglýsing -