spot_img
HomeFréttirU 20: Heimamenn of sterkir

U 20: Heimamenn of sterkir

{mosimage}

 

Pavel Ermolinskij gerði 19 stig og tók 13 fráköst þegar U 20 ára lið Íslands beið ósigur gegn heimamönnum í Portugal á Evrópumótinu í gær. Íslenska liðið hóf leikinn með 7-0 kafla en Portúgalir komust hægt og bítandi aftur inn í leikinn og höfðu að lokum sigur 86-61. 

Íslenska liðið mætir Írlandi í dag og með sigri í þeim leik mun Ísland leika um 9.-12. sæti á mótinu en tapi Íslendingar gegn Írum verður leikið um 13.-16. sæti.

Tölfræði leiksins

Mynd: www.kki.is

 

Fréttir
- Auglýsing -