spot_img
HomeFréttirU 18: Úrslitaleikur um sæti í A-deild

U 18: Úrslitaleikur um sæti í A-deild

{mosimage}

 Íslenska U 18 ára lið karla mun leika gegn Þjóðverjum um hvort liðið mun halda sér á meðal þeirra bestu.  Þjóðverjar hafa tapað öllum sínum leikjum á mótinu og leggja strákarnir allt undir á miðvikudag.   

Þjóðverjar enduðu í fjórða sæti H-riðils en Íslendingar í þriðja sæti G-riðils. Liðin mætast klukkan 11:30 að íslenskum tíma á morgun, miðvikudag, og verður leikurinn í beinni útsendingu á netinu. FIBAEUROPE.    Í hinni viðureigninni um sæti 13-16 mætast Úkraína og Slóvenía klukkan 13:45 að íslenskum tíma, en Íslendingar mæta öðru hvoru liðinu í lokaleik mótsins.   Við skulum sjá hvernig leikir liðanna hafa farið hingað til í mótinu. Þar sjáum við að Þjóðverjar hafa ekki unnið leik, en þeir hafa tapað með litlum mun gegn þjóðum eins og Ítalíu, Ísrael og Rússlandi.   

Leikir Þýskalands á mótinu og úrslit í þeim:

18.07.2006 gegn  Ítalíu          58-62

19.07.2006 gegn  Búlgaríu    71-86

 20.07.2006 gegn  Ísrael        76-79 

22.07.2006 gegn  Rússlandi 76-80

23.07.2006 gegn  Úkraínu     58-72

24.07.2006 gegn  Króatíu      52-64

26.07.2006 gegn  Íslandi       11:30 að íslenskum tíma  

Íslendingar hafa sigrað í tveimur leikjum, Evrópumeistara Frakka og Slóvena en liðin eru í ólíkum hlutverkum. Frakkar leika til undanúrslita en Slóvenar eru að leika um sæti 13-16. 

Leikir Íslenska liðsins og úrslit í þeim:

18.07.2006 gegn  Spánn         55-98

19.07.2006 gegn  Króatíu        55-89

20.07.2006 gegn  Frakklandi   73-61

22.07.2006 gegn  Lettlandi      78-98

23.07.2006 gegn  Slóveníu     83-65

24.07.2006 gegn  Ísrael          67-86

26.07.2006 gegn  Þýskalandi 11:30 að íslenskum tíma  

Í toppbaráttunni mætast í undanúrslitum Frakkar og Spánn, en Spánverjar sigruðu leik liðanna í riðlinum sem þau voru í með Íslendingum.  Hin undanúrslitaviðureignin er á milli Tyrklands og Litháen.  Í keppninni um sæti 5-8 leika Ítalía og Serbía annarsvegar og hinsvegar heimamenn í Grikklandi gegn Búlgaríu.  Ísrael mæta Króatíu og Rússar mæta Lettum í keppninni um 9-12 sæti.   

Frétt af www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -