spot_img
HomeFréttirU 18: Tap gegn Ísrael

U 18: Tap gegn Ísrael

{mosimage}

U18 strákarnir töpuðu fyrir Ísrael 85-66 í slökum leik þar sem strákarnir náðu sér aldrei á strik. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 23 stig og var atkvæðamestur. 

Ísrælska liðið er skipað tveimur framúrskarandi leikmönnum og náðu strákarnir ekki að stoppa nema annan þeirra og meðan leikstjórnandi þeirra skoraði 29 stig og var með frábæra nýtingu. Þá tapaði íslenska liðið full mikið af boltum sem voru dýrir.  

Það er mikið umstang í Grikklandi í kringum ísrælska liðið og fara þeir hvergi nema í fylgd sérsveitarmanna. Tveir slíkir voru meira að segja settir á bekkinn hjá okkur. Það eitt að þakka þeim fyrir leikinn var ekki sjálfsagður hlutur.  

Íslenska liðið endadi því í þriðja sæti í milliriðli og mun leika um 13. sætið ásamt Úkraínu, Þýskalandi og Slóveníu.

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -