spot_img
HomeFréttirTyson rotaði Hauka í fyrri hálfleik

Tyson rotaði Hauka í fyrri hálfleik

Keflavík sigraði Hauka í 16. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli sínum, í Sláturhúsinu, með 90 stigum gegn 63. Keflavík eru eftir sigurinn í 2. sæti með 26 stig á meðan að Haukar eru í því 3. sæti með 22.

 

 

Fyrir leikinn var almennt áætlað að hann yrði hin mesta barátta, en liðin tvö höfðu, ásamt Snæfelli (sem vermir toppsætið), sýnt hvað bestu taktana í vetur og sátu í 2. og 3. sæti deildarinnar með aðeins 2 stig sín á milli.

 

Tvær fyrri viðureignar liðanna í deildinni höfðu endað með einum sigri á hvort lið, sú síðasta 73-60 fyrir Keflavík og sú á undan 74-72 fyrir Haukum í gífurlega spennandi leik þar sem að Lele Hardy tryggði sínu liði sigur af gjafalínunni þegar lítið var eftir.

 

Leikurinn í kvöld var þó, þrátt fyrir allt, aldrei nálægt því að verða spennandi. Keflavík tók forystuna strax í fyrsta leikhluta með sannfærandi 26-20 forystu og eyddi það sem eftir lifði leiks í að bæta við hana. Þar sem að munurinn var 6 stig eftir fyrsta leikhluta, 14 stig í hálfleik, 17 stig eftir þann þriðja og 27 stig þegar honum lauk.

 

Þessi sigur skrifast aðallega á breidd Keflavíkur, þar sem að þær komu öllum leikmönnum nema einum á blað í kvöld, aðeins þrjár þeirra spiluðu minna en 5 mínútur og þær gátu leyft sér að hvíla sinn atkvæðamesta leikmann, Carmen Tyson Thomas, bróðurpart seinni hálfleiks án þess að eiga á nokkurri hættu að hleypa Haukum aftur inn í leikinn, þvert á móti virtist það bara vera þeim til tekna.

 

Maður leiksins var án vafa Carmen Tyson Thomas, leikmaður Keflavíkur, en hún skoraði 31 stig (26 í fyrri hálfleik), tók 7 fráköst (6 í fyrri hálfleik) og gaf 5 stoðsendingar (4 í fyrri hálfleik) á rétt rúmum 29 mínútum.

 


Myndasafn #1 

 

Myndasafn #2

 

Tölfræði

 

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur

 

Keflavík-Haukar 90-63 (26-20, 24-16, 21-18, 19-9)

 

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 31/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 13/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 11, Bryndís Guðmundsdóttir 8/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 4, Marín Laufey Davíðsdóttir 3/11 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2, Elfa Falsdottir 0.

 

Haukar: LeLe Hardy 25/15 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10/11 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Inga Rún Svansdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0, Hanna Þráinsdóttir 0.

 

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
 

Lele Hardy – Haukar:

 

Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík:

 

Carmen Tyson – Keflavík:

 
Fréttir
- Auglýsing -