EM í Póllandi heldur áfram í dag og rúllar þá af stað næstsíðasta umferðin í milliriðlum. En þrír leikir fóru fram í gær þar sem Spánverjar lögðu Litháa, Slóvenar höfðu betur gegn heimamönnum í Póllandi og Serbar lutu í lægra haldi gegn Tyrkjum sem eru ásamt Frökkum einu taplausu þjóðirnar á mótinu.
Úrslit gærdagsins:
Spánn 84-70 Litháen
Slóvenía 76-60 Pólland
Serbía 64-69 Tyrkland
Leikir dagsins:
Rússland-Makedónía
Frakkland-Grikkland
Þýskaland-Króatía
Viðureign Rússa og Makedóna hefst kl. 15:45 í Póllandi eða um 13:45 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með beinum tölfræðilýsingum á www.eurobasket.com
Mynd: FIBA Europe