spot_img
HomeFréttirTvö félög í fyrsta skipti í úrslitakeppni úrvalsdeildar

Tvö félög í fyrsta skipti í úrslitakeppni úrvalsdeildar

Með sigrum sínum í gærkvöldi tryggðu tvö lið sig í fyrsta skipti í úrslitakeppni úrvalsdeildar.

Nýliðar Álftaness lögðu Hauka í Ólafssal, 91-98. Liðið er því í 6. sæti deildarinnar með 24 stig eftir leikinn, en fyrir neðan þá í 7. sætinu er Höttur með 22 stig. Liðin eiga innbyrðisleik í síðustu umferðinni í Forsetahöllinni sem Höttur þarf að vinna með fimm stigum eða meira til þess að komast uppfyrir Álftanes. Það er því ljóst að Álftanes hefur tryggt sig inn í úrslitakeppni á sínu fyrsta ári í efstu deild.

Með sigri sínum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á Egilsstöðum í gær, 87-82, tryggði Höttur sig einnig í fyrsta skipti í úrslitakeppnina. Liðin fyrir neðan þá í 8. sæti Stjarnan og í 9. sæti Tindastóll eru vissulega aðeins einum leik fyrir neðan þá fyrir lokaumferðina, en engin niðurstaða lokaúrslita myndi þó gera það að verkum að þeir myndu detta útfyrir 8. sætið, svo þeir eru öruggir inn í úrslitakeppnina, og sem meira er, ef þeir vinna Álftanes og taka innbyrðisviðureignina eiga þeir kost á að enda í 6. sætinu.

Höttur var nýliði í fjórða skiptið í deildinni á síðustu leiktíð og héldu sér uppi í fyrsta skipti, en þeir höfðu í þrjú skipti á undan, 2016, 2018 og 2021 alltaf fallið beint niður aftur eftir að hafa komið upp úr fyrstu deildinni.

Staðan í deildinni

Fréttir
- Auglýsing -