spot_img
HomeFréttirTvígrip er nýtt íslenskt körfuboltahlaðvarp: Sögulegt 1989-1990 tímabil tekið fyrir í fyrsta...

Tvígrip er nýtt íslenskt körfuboltahlaðvarp: Sögulegt 1989-1990 tímabil tekið fyrir í fyrsta þætti

Tvígrip karfan kortlögð eru nýjir hlaðvarpsþættir sem fjalla um allt sem við kemur íslenskum körfuknattleik karla frá árinu 1989.


Í fyrsta þættinum er tekið fyrir tímabilið 1989 – 1990, tímabilið sem erlendir leikmenn voru leyfðir aftur eftir nokkra ára fjarveru. Þetta tímabil var eftirminnilegt; kanar komu og fóru, Sandgerðingar spiluðu í fyrsta og eina skiptið í Úrvalsdeildinni, drama fyrir norðan og enn meiri drama suður með sjó. Jón Guðbrandsson fyrrum leikmaður Reynis Sandgerði verður á línunni og Evrópukeppnin í körfubolta handball style og fleira.

Samkvæmt skipulagi Tvígrips er ráðgert að tveir þættir komi út á mánuði.

Fréttir
- Auglýsing -