Tvífarar þessa föstudags eru þeir Will Smith og Robert Horry. Við á Karfan.is teljum reyndar að þetta sé einn og sami maðurinn! Ferilskráin hjá köppunum er ekki amaleg. Smith vitaskuld Hollywood-stjarnan, tilnefndur tvisvar til óskarsverðlauna og margaldur Grammy-verðlaunahafi, og Horry sjöfaldur NBA meistari sem lék með Houston, Phoenix, LA Lakers og San Antonio Spurs.