spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaTveir ungir skrifa undir hjá Hetti

Tveir ungir skrifa undir hjá Hetti

Höttur tilkynnti fyrr í dag að liðið hefði samið við tvo uppalda stráka um að leika með liðinu á næstu leiktíð í Subway deild karla. Drengirnir hafa verið viðloðandi yngri landslið Íslands og er ætlað að taka þátt í uppbyggingu Hattar næstu árin.

Höttur náði loks þeim áfanga á síðustu leiktíð að halda sæti sínu í efstu deild í fyrsta sinn eftir nokkrar tilraunir. Framundan er því spennandi tímar á Egilsstöðum og eru þessu ungu leikmenn hluti af því.

Í tilkynningu Hattar segir:

Það er mikið gleðiefni þegar ungir heima drengir vilja vera hluti af vegferðinni okkar næstu misserin. Þeir Vignir Steinn Stefánsson og Viktor Óli Haraldsson hafa skrifað undir samninga þess efnis að leika með félaginu og koma þar með upp úr yngri flokka starfinu. Það er virkilega ánægjulegt að þeir treysti okkur fyrir upphafi ferils síns og allir virkilega spenntir fyrir áframhaldinu.

Fréttir
- Auglýsing -