Keppni í Lengjubikar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum sem báðir hefjast kl. 19:15. Keflavík tekur á móti Snæfell í Toyota-höllinni og Hamar fær Njarðvík í heimsókn í Hveragerði.
Á morgun mætast svo Íslandsmeistarar KR og Fjölnir og Haukar taka á móti Grindavík að Ásvöllum.