spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTveir leikir á dagskrá undanúrslita fyrstu deildarinnar í kvöld

Tveir leikir á dagskrá undanúrslita fyrstu deildarinnar í kvöld

Tveir leikir eru á dagskrá undanúrslita fyrstu deildar kvenna í kvöld.

KR tekur á móti Stjörnunni á Meistaravöllum og í Stykkishólmi tekur Snæfell á móti Þór.

Fyrir leiki kvöldsins leiða Þór og Stjarnan einvígi sín og geta bæði með sigrum í kvöld tryggt sig í úrslitaeinvígið, en þar sem fjölga á liðum í Subway deildinni á næsta tímabili munu bæði lið úrslitanna fá boð um að fara upp um deild.

Leikir dagsins

Undanúrslit – Fyrsta deild kvenna

KR Stjarnan- kl. 17:00

(Stjarnan leiðir 2-1

Snæfell Þór – kl. 19:15

(Þór leiðir 2-1)

Fréttir
- Auglýsing -