spot_img
HomeFréttirTryggvi verður valinn númer 49 inn í NBA deildina á næsta ári

Tryggvi verður valinn númer 49 inn í NBA deildina á næsta ári

 

Miðherjinn efnilegi, leikmaður Valencia og íslenska landsliðsins, Tryggvi Snær Hlinason er samkvæmt DraftExpress á leiðinni inn í NBA deildina á næsta ári. Í nýlegu plat-vali sínu fyrir næsta vor eru þeir með leikmanninn í valrétt númer 49 inn í deildina. Hvaða lið það verður er ekki enn komið í ljós því að eftir á að leika alla leiki í næstu leiktíð. 

 

Vissulega er langt þangað til að nýliðavalið fer fram og er það víðsfjarri að ákkúrat þessi tala, 49, sé neitt sem á eitthvað örugglega eftir að standast. Þó verður að þykja merkilegt að jafn víðlesin síða og DraftExpress er í raun, sé komin með miðherjann á þennan lista hjá sér.

 

Efstu menn í plat-vali næsta árs:

#1: Michael Porter

#2: Marvin Bagley

#3: DeAndre Ayton

#4: Luka Doncic

#5: Robert Williams

#6: Miles Bridges

#7: Mohamed Bamba

#8: Collin Sexton

#9: Jaren Jackson

#10: Wendell Carter

#49: Tryggvi Snær Hlinason

 

Hérna er hægt að lesa meira um listann

Fréttir
- Auglýsing -