spot_img
HomeFréttir„Tryggvi verður á radarnum fyrir nýliðaval NBA 2018 eða 2019"

„Tryggvi verður á radarnum fyrir nýliðaval NBA 2018 eða 2019″

Íslenska U20 landsliðið hefur vakið mikla athygli með árangri sínum í A- deild Evrópumótsins sem fram fer í Grikklandi þessa dagana. Liðið spilar í fyrsta skiptið í A-deild og komst í átta liða úrslit í fyrstu tilraun. Liðið spilar um sjöunda sæti keppninnar í dag (sunnudag) kl 13:30. 

 

Engin hefur vakið jafn mikla athygli og miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason. Bárðdælingurinn hefur verið nautsterkur fyrir íslenska liðið og er meðal annars framlagshæstur og með flest varin skot á mótinu. Blaðamenn, njósnarar og umboðsmenn hafa talað og spurt mikið um kauða á mótinu og mikil umræða hefur spunnist meðal annars á Twitter.

 

Blaðamaðurinn Trevor Magnotti skrifar umfjöllun um árangur Íslands og um Tryggva Snæ á síðunni Fansided í gær. Þar greinir hann leik Tryggva sem hann segir vera sterkan sóknarmann með sendingagetu á við NBA leikmann. Hann segir varnarleik Tryggva enn vera spurningamerki en Valencia sé væntanlega besti staðurinn fyrir hann til að bæta leik sinn. 

 

Það sem blaðamaðurinn veit ekki er að Tryggvi Snær hefur einungis æft körfubolta í rúm þrjú ár og hefur tekið ótrúlegum framförum síðan þá og því árangur hans enn ótrúlegri. Blaðamaðurinn segir Tryggva vera þann leikmann sem hefur komið mest á óvart á mótinu. Hann sé ekki bara að stimpla sig inn sem leikmann sem Euroleague lið þurfa að fylgjast með heldur einnig leikmaður sem NBA liðin muni fylgjast með. 

 

Hann segir að Tryggvi muni vera á radarnum fyrir NBA nýliðavalið að minnsta kosti árið 2019 ef ekki strax á næsta ári. Auk þess sem hann hafi sýnt hæfileika á að vera besti leikmaður sem Ísland hafi skapað. Grein Magnotti má lesa í heild sinni hér. 

 

Fréttir
- Auglýsing -