spot_img
HomeFréttirTryggvi Snær yfirgefur Valencia

Tryggvi Snær yfirgefur Valencia

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur yfirgefið herbúðir spænska stórliðsins Valencia, en þetta tilkynnti félagið í dag. Tryggvi gekk til liðs við Valencia frá Þór Akureyri árið 2017 og gerði þá fjögurra samning við Valencia. Á liðnu tímabili lék hann á láni hjá Monbus Obradorio í næstefstu deild spænska körfuboltans, þar sem hann skoraði 3,5 stig að meðaltali í leik í 33 leikjum. Þá tók Tryggvi einnig þátt í nýliðavali NBA deildarinnar sumarið 2018, en var ekki einn af þeim 60 sem NBA lið völdu.

Það er því ljóst að miðherji íslenska landsliðsins mun róa á önnur mið fyrir næsta tímabil.

Fréttir
- Auglýsing -