spot_img
HomeFréttirTryggvi Snær undir smásjá NBA njósnara?

Tryggvi Snær undir smásjá NBA njósnara?

Ísland laut í lægra haldi gegn gríðarlega sterku liði Ísrael í átta liða úrslitum A-deildar Evrópumóts U20 landsliða sem fram fer í Grikklandi þessa dagana. 

 
 
Ljóst er að um risa stórt svið er að ræða fyrir leikmenn og hefur mikið bæst í áhorfendaskarann nú í átta liða úrslitum keppninnar. Mike Schmitz sem skrifar fyrir DraftExpress.com hefur til að mynda fylgst með útsláttarkeppninni og tók viðtöl við Tryggva Snæ í gær og Einar Árna aðstoðarþjálfara U20 liðsins eftir leik í dag.
 
 
Mikill fjöldi njósnara frá háskólum í Bandaríkjunum, sterkum liðum í evrópu og einnig NBA liðum hafa fylgst með leikmönnum í keppninni. Talið er að fylgst sé grannt með framgangi Tryggva Snæs Hlinasonar sem hefur varið verðskuldaða athygli á mótinu. 
 
 
Tryggvi er meðal framlagshæstu leikmanna mótsins, hefur staðist prófið gegn öðrum stórum leikmönnum mótsins og hafa fjölmiðlar um alla evrópu ausið hann lofi. 
 
Hvort við munum sjá fyrsta Bárðdælinginn í NBA á næstu árum skal ósagt en hann er hið minnsta að vekja athygli og lið að kveikja á þessum íslenska leikmanni. 
 

Fréttir
- Auglýsing -