Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza máttu þola fimm stiga tap í kvöld fyrir Joventut í ACB deildinni á Spáni, 89-84.
Eftir leikinn er Zaragoza í 18. sæti deildarinnar, enn án sigurs eftir fyrstu sex umferðirnar.
Á tæpum 16 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 2 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.
Næsti leikur Tryggvar og Zaragoza er þann 6. nóvember gegn stórliði Real Madrid.