spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueTryggvi Snær og Martin í efstu tíu sætum í kjöri á íþróttamanni...

Tryggvi Snær og Martin í efstu tíu sætum í kjöri á íþróttamanni ársins

Listi yfir þá tíu íþróttamenn sem efstir voru í kjörinu um íþróttamann ársins var birtur í dag af Samtökum Íþróttafréttamanna. Tveir körfuboltamenn eru á listanum þetta árið. Báðir leika þeir í ACB deildinni á Spáni, Martin Hermannsson með Valencia og Tryggvi Snær Hlinason með Casdemont Zaragoza. Úrslit kjörsins verða svo kynnt þriðjudaginn 29. desember í beinni útsendingu á RÚV.

Martin var ansi nálægt því að vinna verðlaunin á síðasta ári, en þá hafnaði hann annar í kjörinu. Tryggvi Snær er í fyrsta skipti á listanum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvaða tíu það voru sem fengu flest atkvæði.

Tryggvi Snær Hlinason – Körfubolti

Sara Björk Gunnarsdóttir – Fótbolti

Martin Hermannsson – Körfubolti

Ingibjörg Sigurðardóttir – Fótbolti

Gylfi Þór Sigurðsson – Fótbolti

Guðni Valur Guðnason – Kringlukast

Glódís Perla Viggósdóttir – Fótbolti

Bjarki Már Elísson – Handbolti

Aron Pálmarsson – Handbolti

Anton Sveinn McKee – Sund

Fréttir
- Auglýsing -