spot_img
HomeFréttirTryggvi Snær á hetjulista undankeppni HM 2023

Tryggvi Snær á hetjulista undankeppni HM 2023

Landsliðsmiðherji Íslands Tryggvi Snær Hlinason er samkvæmt vefmiðli FIBA ein af hetjum undankeppni Hm 2023 fyrir að leika alla 10 leiki liðsins í undankeppninni og alla 10 leiki forkeppni undankeppninnar. Ægir Þór Steinarsson lék einnig alla 10 leiki undankeppninnar og kemur því næst Tryggva sem ein af hetjum keppninnar fyrir tryggð sína við landslið sitt.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn voru með bestu mætinguna fyrir sín lið í undankeppninni.

Hetjulistinn:
Belgía
: Alexandre Libert
Bosnía: Amar Gegic, Aleksandar Lazic, Kenan Kamenjas
Tékkland: Tomas Kyzlink
Finnland: Mikael Jantunen, Sasu Salin; Elias Valtonen
Þýskaland: Justus Hollatz
Georgía: Kakhaber Jintcharadze, Thad McFadden, Giorgi Shermadini
Ungverjaland: Akos Keller
Ísland: Tryggvi Hlinasson, Ægir Steinarsson
Ísrael: Tomer Ginat, Nimrod Levi
Lettland: Dairis Bertans, Klavs Cavars, Andrejs Grazulis
Svartfjallaland: Zoran Nikolic, Nemanja Radovic
Holland: Kaye Van Der Vuurst De Vries

Í heild er Ísland einnig með flesta leikmenn sem komast nálægt þessari hetjumerkingu, þar sem Ísland átti flesta leikmenn sem komu næst því að vera með fullkona mætingu, en fjóra leikmanna Íslands vantaði aðeins einn leik uppá til þess að vera í þeim öllum.

Leikmenn sem vantaði aðeins einn leik:

Bosnía: Adin Vrabac
Ungverjaland: Benedek Varadi
Ísland: Elvar Friðriksson, Jón Axel Guðmundsson, Sigtryggur Björnsson, Kári Jónsson
Serbía: Marko Jagodic-Kuridza
Spánn: Joel Parra
Úkraína: Denys Lukashov, Illiya Sydorov

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -