spot_img
HomeFréttirAllt útlit fyrir að Remy sé með slitna hásin "Skín í gegn...

Allt útlit fyrir að Remy sé með slitna hásin “Skín í gegn hversu mikið honum þykir vænt um liðsfélaga sína, stuðningsmenn og samfélagið sem við búum í”

Leikmaður Keflavíkur Remy Martin mun að öllum líkindum ekki taka frekari þátt í úrslitakeppninni með liðinu þar sem hann er með líklega með slitna hásin. Staðfestir forráðamaður félagsins þetta í bréfi til stuðningsmanna liðsins rétt í þessu. Remy byrjaði leik kvöldsins gegn Grindavík af krafti og var kominn með 18 stig eftir aðeins 11 mínútna leik er hann meiddist.

Bréfið má lesa hér fyrir neðan, en þar segir meðal annars að útlit sé fyrir að hásinin hafi slitnað. Enn frekar er sagt að Remy sé eyðilagður yfir meiðslunum og að það skíni í gegn hvað honum þyki vænt um liðsfélaga sína, stuðningsmenn Keflavíkur og samfélagið.

Kæru stuðningsmenn

Við vorum að koma frá bráðamóttökunni í Fossvogi. Því miður er allt útlit fyrir að hásin hafi slitnað hjá okkar manni. Eðli máls samkvæmt var Remy eyðilagður, það skín í gegn hversu mikið honum þykir vænt um liðsfélaga sína, stuðningsmenn og samfélagið sem við búum í. Hann skilaði kveðju til ykkar allra. Við sendum honum okkar bestu kveðjur og munum styðja hann í einu og öllu. Næstu dagar fara í að skoða þetta nánar og meta betur.

Þessi sería er langt frá því að vera búin, það sýndum við í kvöld. Nú snúum við bökum saman og sýnum landanum að Keflavík er fúlasta alvara. Við förum alla leið

Fréttir
- Auglýsing -