spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi og félagar í Zaragoza unnu fyrsta leik tímabilsins í Meistaradeild Evrópu...

Tryggvi og félagar í Zaragoza unnu fyrsta leik tímabilsins í Meistaradeild Evrópu með einu stigi

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Casademont Zaragoza lögðu í kvöld Start Lublin í kvöld í æsispennandi leik í Meistaradeild Evrópu, 85-86.

Atkvæðamestur fyrir Lublin í leiknum var Lester Medford með 10 stig, 4 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir Zaragoza var það Nicolas Brussion sem dróg vagninn með 21 stigi, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 5 fráköstum, stoðsendingu og 2 vörðum skotum.

Leikurinn var sá fyrsti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þennan veturinn, en ásamt Start Lublin, er Zaragoza í riðli með Nizhny Novgorod og Falco Szombathely

Tölfræði leiks

Næsti leikur liðsins er komandi laugardag í ACB deildinni, en þar er um íslendingaslag að ræða, þar sem Zaragoza mæta Martin Hermannssyni og félögum í Valencia.

Fréttir
- Auglýsing -