Tryggvi Snær Hlinason lék fjórtán mínútur í tapinu gegn Frakklandi á Eurobasket í dag. Hann setti fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum en Ísland tapaði 115-79 eftir frábæran fyrri hálfleik.
Líkt og alþjóð veit samdi Tryggvi Snær Hlinason við spánarmeistara Valencia í sumar. Þar er einnig landsliðsmaður Frakka Antoine Diot sem lék nærri 20 mínútur í dag.
Þeir félagar hittust loksins í dag og það á ekkert sérstaklega venjulegum stað. Báðir voru valdir handahófskennt til að fara í lyfjapróf eftir leikinn. Diot tísti um þetta og hefur færslan fengið góð viðbrögð.
Dopping control with the new teammate!! Perfect to start to know each other _x1f61c__x1f61c_ @valenciabasket pic.twitter.com/M3xxXMPfjz
— Diot Antoine (@DiotAntoine) September 3, 2017