spot_img
HomeFréttirTryggvi hitti nýjan liðsfélaga í lyfjaprófi

Tryggvi hitti nýjan liðsfélaga í lyfjaprófi

Tryggvi Snær Hlinason lék fjórtán mínútur í tapinu gegn Frakklandi á Eurobasket í dag. Hann setti fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum en Ísland tapaði 115-79 eftir frábæran fyrri hálfleik. 

 

Líkt og alþjóð veit samdi Tryggvi Snær Hlinason við spánarmeistara Valencia í sumar. Þar er einnig landsliðsmaður Frakka Antoine Diot sem lék nærri 20 mínútur í dag. 

 

Þeir félagar hittust loksins í dag og það á ekkert sérstaklega venjulegum stað. Báðir voru valdir handahófskennt til að fara í lyfjapróf eftir leikinn. Diot tísti um þetta og hefur færslan fengið góð viðbrögð. 

Fréttir
- Auglýsing -