Miðherjinn efnilegi, Tryggvi Snær Hlinason, hefur gert þriggja ára samning við Þór Akureyri. Miklar vangaveltur hafa verið uppi hvort að leikmaðurinn sé ekki á útleið í atvinnumennsku. Þessi samningur sem hann gerir við Þór mun ekki koma í veg fyrir að svo geti orðið, heldur er þetta, samkvæmt félaginu, gert ef hann ákveður að bíða með það stig ferils síns, eða ef hann ákveði að gera hlé á mennskunni á einhverjum tímapunkti.
Tryggvi var lykilmaður í liði nýliða Þórs á síðasta tímabili, sem og var hann farinn að leika með íslenska landsliðinu á síðasta ári.
Hérna er frétt Þórs með léttu spjalli við Tryggva